Book Online
Destinations Abroad

Barcelona (in Icelandic)

Ýmsar gagnlegar upplýsingar getur hér að líta um Barcelona í kjölfar ferðar tveggja starfsmanna NETSINS í október 1999 og greinargerðar frá "innfæddum" aðila sem stundar þar nám.Barcelona

Stærsta borgin við Miðjarðarhafið, aðalhöfnin og höfuðborg Katalóníu, - Barcelona er ein af skemmtilegustu borgum Evrópu. Margbreytileg borg, spönsk, katalónsk og einnig örlar fyrir frönskum áhrifum. Þar sem borgin er með annan fótinn í Frakklandi og hinn á Spáni, virðist hún eins nálægt París, Róm og Munchen, eins og hún er nálægt Madríd. Borgin er undir sterkum áhrifum frá hinum mikla arkitekt Antoni Gaudí og öðrum listamönnum eins og Pablo Picasso, Joan Miró, Pablo Casals, Josep Carreras og Montserrat Caballé. Enda lítur Barcelona á sig sem eina af merkilegustu borgum hönnunar og lista í Evrópu.

Frá Placa de Catalunya, að Römblunni sem er 1,5 km löng göngugata með fugla-, blóma- og bókamörkuðum sem dreifast á milli trjáa og kaffihúsa, listamanna, myndlistarmanna, tangodansara, eldkastara, spákona og annarrar skemmtunar. Tilvalið er að koma við á Boqueria markaðinum, þekktari sem Marcat Sant Josep, þar versla bestu veitingarstaðir í Barcelona hráefnið sem þeir nota, á morgnana. Markaðurinn er byggður í Art-nouveau stíl, eins og lestarstöð. Þar er hægt að finna allt hráefni sem tilheyrir catalónskri matargerð og þar er einnig seldur íslenskur saltfiskur.

Eftir það er tilvalið að skoða Gran Teatre del Liceu sem var endurbyggt og opnað aftur ´99 eftir að hafa gjöreyðilagst í eldsvoða ´94. Þetta er frægasta óperu- og leikhús Barcelónubúa. Eftir það liggur leiðin í Gotneska-hlutann, að ráðhúsinu og dómkirkjunni, þar sem Catalónar koma saman á sunnudögum og dansa saman hringdans undir tónum lúðrasveitar. Frá Picasso safninu að Santa Maria del Mar kirkjunni og að sjónum þar sem skútuhöfnin er í Barceloneta er einnig hægt að finna mikið af sjávarréttaveitingastöðum eins og í Villa Olympic. Myndin sýnir dæmigerðan ferðamann fyrir framan eitt aðal kennileiti borgarinnar, sem er kirkjan Sagrada Familia, en hún var hönnuð af Gaudi.

Gatan sem liggur fyrir ofan Placa de Catalunya heitir Passeig de Grácia. Það er gaman að ganga upp hana og inn að Eixample, þar sem hægt er að sjá mikið að móderniskum byggingum, hátískuverslunum og þar er mikið úrval af Tapas-stöðum. Við þessa götu eru tvö sögufræg hús eftir Gaudí, Casa Batllo og La Pedrera. Tápies Foundation (safnið) og fleiri fallegar byggingar. Einnig er gaman að sjá Sagrada Família og Parc Guell.

Hæðir Barcelona er staður fyrir, frístundir, menningu og íþróttir. Hægt er að byrja ferðina á Placa Espanya, og fara framhjá einum fallegasta gosbrunni í Barcelona og Palau Nacional, via Mercat de Flors og gríska leikhúsinu að Miró Foundation (safninu). Þaðan er svo hægt að taka tengivagn (sem er á streng í loftinu) upp til Montjuic kastala. Í bakaleiðinni er hægt að sjá Olympic byggingarnar, safn með Catalónskri list og Spænskaþorpið.

Ferðir:
Við mælum með skipulögðu ferðunum sem farið er í um borginna. Þær eru 2; suður og norður hringurinn. Tveggja hæða rúta þar sem setið er undir beru lofti á efri hæð fer á milli áfangastaða sem eru um 10 í hvorri ferð. Það má alltaf fara út úr rútunni, en þær koma á 15 mínútna fresti. Meðal áhugaverðra áfangastaða má nefna Sagrada familia kirkjuna og Camp nou Leikvang Barcelonaliðsins, einnig getur Ólympiuþorpið glætt áhuga sumra.

Bílaleigubílar:
Það er áhugavert að keyra út fyrir borgina. Fyrir þá sem eru í vikuferð er t.d. sniðugt að taka bíl að morgni og skila honum að kveldi næsta dags. Verð á bílaleigubíl í október er uþb. 4000 kr. með sköttum og tryggingu pr. sólarhring og er þá miðað við bíl svo sem Opel Corsa eða ámóta. Minni bílaleigurnar eru ódýrari en stóru keðjurnar svo sem Hertz, Avis.

Gisting:
Það er mikið af gistiheimilum og hótelum í Barcelona, auðveldast er að notfæra sér internetið þegar kemur að því að finna og panta sér gistingu.

Veitingastaðir:
Barcelona er borg full af góðum veitingastöðum og hér á eftir koma veitingastaðir sem tilheyra hinum ýmsu verðflokkum.


Veitingastaðir sem gaman er að heimsækja við ákveðinn tilefni:

7 PORTES
Paseo De Isabel 11,1
08003 Baecelona
Tel: 93-319 30 33

Gamall veitingastaður frá 1836, með mikla sögu á bak við sig og mjög skemmtilegt andrúmsloft, staðurinn er frægur fyrir "paellu" sem er spænskur hrísgrjónaréttur med fiski eða kjöti, býður upp á alhliða matseðil.

Botafumeiro
Gran de Grácia 81
08012 Barcelona
Tel: 93 218 42 30/ 93 217 96 42

Einn besti sjávarréttaveitingastaðurinn í Barcelona. Mæli með skelfiskinum.

Barceloneta
L'Escar 22
Moll dels Pescadors
Port Vell
08039 Barcelona
Tel: 93 221 21 11

Mjög góður sjávaréttaveitingastaður í Barcelona, fallegt útsýni yfir skútuhöfnina.

Tragaluz
Passatge de la Concepció
(passeig de Grácia)
Tel: 934 872 592

Frábær veitingastaður með alhliða matseðil. Þegar Konungur spánverja kemur til Barcelona borðar hann á þessum stað.

Restaurante Los Caracoles
Casa Bofarull
Calle Escudellers 14
08002 Barcelona
Tel: 93 302 31 85

Gamall veitingastaður með frábæru andrúmslofti í hliðargötu frá Romblunni - fremur lítill en "cosy" og heimilislegur. Alhliða matseðill, margir Íslendingar eru farnir að þekkja þennan stað.


Minni veitingastaðir, notalegir,ódýrir og hver með sinn stíl:

L'OUCOMBALLA
Banys Vells 20
La Ribera
Tel: 93 310 53 78
(Borne/Santa Maria Del Mar)

Lítill veitingastaður með rómantísku andrúmslofti, alhliða matseðli úr öllum áttum og, mat sem hreinlega bráðnar uppi í manni.

El Pebre Blau
Banys Vells 21
08003 Barcelona
Tel: 93 319 13 08

Sami eigandi og á staðnum fyrir ofan, nútímalegri stíll en svipaður matseðill.

Senyor Parellada
Casa Fonda
Argenteria 37
08003 Barcelona
Tel: 93 310 50 94

Semmtilegur stíll og gott andrúmsloft ásamt alhliða matseðli á þessum litla veitingastað sem staðsettur er í Borne. Borne er hluti í Barcelona sem er fullur af skemmtilegum veitingastöðum og börum. Frábær staðsetning til að fara að fá sér að borða og kíkja á barina á eftir.

La Fonda
Carrer dels Escudellers 10 (hliðargata frá Romblunni)

Ekki er hægt að panta borð hér en best er að mæta kl 9 því þá opnar staðurinn. Alhliða matseðill á hreint ótrúlegu verði.

4 Cats
Carrer Montsió 3
08002 Barcelona
Tel: 93 302 41 40

Kaffihús og veitingastaður, þar sem Piccasso og fleiri málarar voru alltaf. Mjög skemmtilegur staður med sögu á bak við sig.

Tonorio
Passeig de Grácia
08007 Barcelona
Tel: 932 720 592/932 720 594

Frábær staður sem nýbúið er að opna, alhliða veitingastaður, með ferska og létta rétti.

El Japonés
Passatge de la Concepció 2
08008 Barcelona
Tel: 934 872 592
(taka ekki borðapantanir)

Einnbesti Sushi staðurinn í Barcelona, staðsettur í hliðargötu vid Passeig De Grácia.

Höfundar: Edda R., Hákon Þ. og Sverrir S.

© NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf | All rights reserved



Back       Print  
 
66 north SOS